Skilmálar

Afhending:

Hægt er að fá vöruna senda heim með pósti. Pakkar undir 2kg. að þyngd í venjulegri stærð eru sendir í B pósti.

Tími frá pöntun til afhendingar er venjulega 10-14 virkir dagar.

 

Upplýsingar viðskiptavina:

Við pöntun fyllir kaupandi út upplýsingar s.s.nafn, tölvupóstfang og heimilisfang. Við pöntun samþykkir kaupandinn að þessar upplýsingar fari í viðskiptavinagagnagrunn okkar. Reykjavík Ink ábyrgist að farið sé með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál og þær verði ekki látnar öðrum í té.

 

Vöruskil:

Hægt er að skila vöru innan 14 daga frá afhendingu. En verður varðan að vera heil og ónotuð. Kaupandi getur afturkallað pöntun sér að kostnaðarlausu ef tafir verða á afgreiðslu. Ef varan uppfyllir ekki væntingar kaupanda varðandi gæði eða lit getur kaupandi skilað vörunni innan 14 daga frá afhendingu , varan þarf að vera ónotuð, með öllum merkjum og í upphaflegri pakkningu. Við endurgreiðum vöruna innan 10 daga frá því að við fáum hana í hendur. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur. Vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið reykjavikink@reykjavikink.is áður en vöru er skilað.

 

Aðrar spurningar:

Ef þú hefur fleiri spurningar, ekki hika við að hafa samband.

Sendu tölvupóst á reykjavikink@reykjavikin.is eða hafðu samband í síma 5517707 á milli kl. 12-18 virka daga.

 

Pantanir:

Viðskiptavinir þurfa að hafa náð 18 ára aldri og pantanir eru bindandi. Pantanir sem eru gerðar í nafni annara án þeirra samþykkis, verða tilkynntar til yfirvalda.

 

Sendingakostnaður innan Íslands er kr. 790,- en til annara Evrópulanda og Bandaríkjana er hann kr. 3600,- Við áskiljum okkur fullan rétt vegna fyrirvaralausra verðbreytinga svo og vegna prentvillna á netsíðu okkar Reykjavik Ink ehf . Öll verð eru með 24% virðisaukaskatti.

 

Upplýsingar um seljanda

Reykjavik Ink ehf, Frakkastíg 7, 101 Reykjavík. Kennitala 4303050180 Vsk númer 86076

 

Útsölur og vöruskil:

Skilaréttur gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur