MICROBLADE

Microblade/Örlitameðferð Microblade er verkfæri sem er notað til að þess að framkvæma nátturulegar hárstrokur og til þess að þétta augabrúnir. Einnig er hægt að setja léttan skugga í augabrúnir til að ná þéttari útliti.

Mótunin er ávallt gerð í samráði við viðskiptavini og augabrúnir eru teiknaðar upp áður en meðferð hefst. Farið er yfir litaval og fleira. Nauðsynlegt er að framkvæma meðferðina í 2-3 skipti með 4-6 vikna millibili, þar sem liturinn dofnar um 30-50% eftir fyrstu meðferð. Það tekur um 10 daga fyrir brúnirnar að gróa og er þá mikilvægt að hugsa vel um brúnirnar og mega þær til dæmis ekki blotna, þá þarf að sleppa sundi, líkamsrækt og passa vel að bleyta þær ekki í sturtu.

Ég nota hágæða liti frá Swiss-Color sem eru án allra aukaefna eins og nikkel og iron oxi. Allir litir frá Swiss-Color eru ofnæmisfríir og þeir litir breytast ekki, en það er mælt með að skerpa litina á 12-18 mánaða fresti. Liturinn lýsist mismikið með tímanum en sól, snyrtivörur, húðgerð og frumuendurnýjun eru þar ráðandi þættir þar sem litarefnið er sett mjög grunnt í efstu lög húðarinnar.